× Heim Prófið Vefrit Vinnustofur Um okkur Ráðgjafar
Stafrænt forskot

Um Stafrænt forskot

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður íslenskum fyrirtækjum hér aðgang að hagnýtu og aðgengilegu námsefni um stafrænan rekstur og markaðssetningu. Allt efnið á þessum vef er án  endurgjalds. Efnið er þýtt og staðfært úr efni sem fengið er frá kollegum okkar hjá Business Gateway í Skotlandi. Stór hluti efnisins er staðfærður og aðlagaður íslenskum aðstæðum. 

Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands munu halda áfram að bæta við efni á þennan vef. 


Með því að hagnýta Stafrænt forskot geta fyrirtæki meðal annars:

  1. mótað sér stafræna stefnu
  2. skipulagt vefvinnu og vefuppsetningu fyrirtækisins
  3. skipulagt og byrjað notkun á samfélagsmiðlum
  4. tekið næstu skref í notkun samfélagsmiðla
  5. lært að hagnýta Google Analytics
  6. lært hvernig hægt er að nýta samfélagsmiðla 
  7. lært að þekkja markhópa þína


Allar ábendingar um eitthvað sem má betur fara eru vel þegnar. 

Sendið allar ábendingar á hulda@nmi.is Stafrænt forskot eykur eftirspurn eftir ráðgjöf, hönnun og forritun

Stafrænt forskot er ekki samkeppni við þá fjölmörgu ráðgjafa sem bjóða fyrirtækjum þjónustu sína í stafrænum málum.  Þetta efni kemur ekki í staðinn fyrir sérhæfða ráðgjöf og þjónustu við hönnun, uppsetningu eða rekstur á vef, samfélagsmiðlum eða leitarvélarbestun svo fátt eitt sé nefnt. Þetta efni gæti hinsvegar verið fyrsta skref margra fyrirtækja í að sækja ákafar fram í stafrænum efnum og mun því frekar auka eftirspurn eftir  ráðgjöf, hönnun og forritun.